Dýrasta listaverk Íslendings

Ólafur ElíassonListaverkiđ Fivefold eye eftir Ólaf Elíasson (fćddur 1967) seldist fyrir metfé síđast liđinn sunnudag á uppbođi hjá Christie's í London.

Á sama tíma og verk eftir alla helstu listmenn íslensku ţjóđarinnar seldust fyrir nokkrar milljónir króna  á uppbođi hjá Galleríi Fold var verkiđ Fivefold eye slegiđ á rúmlega 80 milljónir króna. Verkiđ var metiđ á 11 til 15 milljónir og seldist ţví á margföldu matsverđi. Seljandinn, sem keypti verkiđ í Berlín áriđ 2000, unir vćntanlega glađur viđ sitt.

Ţetta er ađ öllum líkindum hćsta verđ sem greitt hefur veriđ fyrir verk eftir Íslending og slćr ţar međ út verkiđ "Hvítasunnudagur" eftir Jóhannes S. Kjarval sem seldist á tćpar 20 milljónir í Kaupmannahöfn fyrr á árinu.

Fivefold eye er  skúlptúr úr stáli og speglum, 157,5x157,5x74,9 cm ađ stćrđ. Ţađ var sýnt í Basel Kunsthalle í nóvember 2000 og aftur í The Institute of Contemporary Art í Boston í janúar 2001.
Ţá hefur veriđ fjallađ um verkiđ í ýmsum bókum og var ţađ međal annars á forsíđu bókarinnar "Olafur Eliasson" eftir M. Grynsztejn, D. Birbaum, M. Speaks og fleiri sem kom út í London 2002.

Ţessi sala stađfestir ţá alţjóđlegu stöđu sem Ólafur Elíasson hefur á listaverkamarkađinum og hefur veriđ styrkt međ hinni miklu yfirlitssýningu sem stendur yfir í San Fransisco fram í febrúar á nćsta ári.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gulli litli

Merkilegt ad hér í Dk er alltaf talad um Ólaf Elíasson sé dani....Danir verda fúlir ef madur reynir ad leidrétta tĺ..

Gulli litli, 17.10.2007 kl. 20:37

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband