Dýrasta listaverk Íslendings

Ólafur ElíassonListaverkið Fivefold eye eftir Ólaf Elíasson (fæddur 1967) seldist fyrir metfé síðast liðinn sunnudag á uppboði hjá Christie's í London.

Á sama tíma og verk eftir alla helstu listmenn íslensku þjóðarinnar seldust fyrir nokkrar milljónir króna  á uppboði hjá Galleríi Fold var verkið Fivefold eye slegið á rúmlega 80 milljónir króna. Verkið var metið á 11 til 15 milljónir og seldist því á margföldu matsverði. Seljandinn, sem keypti verkið í Berlín árið 2000, unir væntanlega glaður við sitt.

Þetta er að öllum líkindum hæsta verð sem greitt hefur verið fyrir verk eftir Íslending og slær þar með út verkið "Hvítasunnudagur" eftir Jóhannes S. Kjarval sem seldist á tæpar 20 milljónir í Kaupmannahöfn fyrr á árinu.

Fivefold eye er  skúlptúr úr stáli og speglum, 157,5x157,5x74,9 cm að stærð. Það var sýnt í Basel Kunsthalle í nóvember 2000 og aftur í The Institute of Contemporary Art í Boston í janúar 2001.
Þá hefur verið fjallað um verkið í ýmsum bókum og var það meðal annars á forsíðu bókarinnar "Olafur Eliasson" eftir M. Grynsztejn, D. Birbaum, M. Speaks og fleiri sem kom út í London 2002.

Þessi sala staðfestir þá alþjóðlegu stöðu sem Ólafur Elíasson hefur á listaverkamarkaðinum og hefur verið styrkt með hinni miklu yfirlitssýningu sem stendur yfir í San Fransisco fram í febrúar á næsta ári.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gulli litli

Merkilegt ad hér í Dk er alltaf talad um Ólaf Elíasson sé dani....Danir verda fúlir ef madur reynir ad leidrétta tå..

Gulli litli, 17.10.2007 kl. 20:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband