Skólamál

 

Shanghai

Nú er lífiđ komiđ í fastari skorđur hér í Golden City Garden. Bćđi ég og strákarnir förum snemma í skólann. Ţeir eru sóttir af skólabílnum hingađ upp ađ dyrum en ég ţarf ađ taka tvćr neđanjarđarlestir og er 35 til 50 mínútur á leiđinni eftir ţví hversu mikil traffíkin er.

Skólinn hjá mér er nokkuđ skemmtilegur. Ég er í kínversku frá 8 til 11.40 alla morgna. Ţetta eru ţrír mismunandi kínverskutímar međ ţremur kennurum; hlustun, lestur og skrif og samrćđur. 

Síđan hafa hin fögin sem ég er skráđur í byrjađ hvert af öđru í vikunni en tvö byrja í nćstu viku eru Chinese Culture & History og Chinese Business Culture and Environment.

Á mánudögum er ég í Chinese Business Law sem er ansi sérstakt. Ég hitti ítalskan athafnamann hérna um daginn sem hefur komiđ hingađ í 15 ár og stundađ viđskipti og deildi međ honum leigubíl. Ţegar ég sagđi honum ađ ég vćri ađ byrja í ţessum áfanga leit hann á mig og spurđi: "Hvađa lög? Ţađ er ekki fariđ eftir neinum viđskiptalögum hér". Kennarinn talar mjög einikennilega ensku og mađur skildi eiginlega ekki neitt sem hann sagđi og ekki er bođiđ upp á bók í ţessu fagi heldur. Ţađ eina sem hćgt var ađ gera var ađ glósa ţađ sem kennarinn skrifađi á töflun.

Á miđvikudögum er ég í frábćru fagi. E-commerce. Ég hef nú ţó nokkurn áhuga á ţessu málefni og var ţví nokkuđ spenntur. Tíminn byrjađi ágćtlega, kennarinn talađi ensku sem var skiljanleg. Ţegar tíminn var aftur á móti hálfnađur varđ mér ljóst ađ ég vćri kominn ađeins lengra í netlćsi en kennarinn og námsefniđ. "You move the mouse over and type in the search for the product you want to buy". Síđan fylgi ýtarleg lýsing á hver munurinn vćri ađ versla vöru á netinu og í búđ.

 Á föstudögum er ég síđan í Chinese Economics og ég held ađ ţađ sé uppáhaldsfagiđ mitt. Kennarinn talar skiljanlega ensku og námsefniđ er mjög áhugavert. Ţetta fag stangast á viđ kínverskutímana og ţví sleppi ég kínverskunni á föstudögum og er búinn á hádegi ţannig ađ helgin nýtist vel. 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband