Skólamál

 

Shanghai

Nú er lífið komið í fastari skorður hér í Golden City Garden. Bæði ég og strákarnir förum snemma í skólann. Þeir eru sóttir af skólabílnum hingað upp að dyrum en ég þarf að taka tvær neðanjarðarlestir og er 35 til 50 mínútur á leiðinni eftir því hversu mikil traffíkin er.

Skólinn hjá mér er nokkuð skemmtilegur. Ég er í kínversku frá 8 til 11.40 alla morgna. Þetta eru þrír mismunandi kínverskutímar með þremur kennurum; hlustun, lestur og skrif og samræður. 

Síðan hafa hin fögin sem ég er skráður í byrjað hvert af öðru í vikunni en tvö byrja í næstu viku eru Chinese Culture & History og Chinese Business Culture and Environment.

Á mánudögum er ég í Chinese Business Law sem er ansi sérstakt. Ég hitti ítalskan athafnamann hérna um daginn sem hefur komið hingað í 15 ár og stundað viðskipti og deildi með honum leigubíl. Þegar ég sagði honum að ég væri að byrja í þessum áfanga leit hann á mig og spurði: "Hvaða lög? Það er ekki farið eftir neinum viðskiptalögum hér". Kennarinn talar mjög einikennilega ensku og maður skildi eiginlega ekki neitt sem hann sagði og ekki er boðið upp á bók í þessu fagi heldur. Það eina sem hægt var að gera var að glósa það sem kennarinn skrifaði á töflun.

Á miðvikudögum er ég í frábæru fagi. E-commerce. Ég hef nú þó nokkurn áhuga á þessu málefni og var því nokkuð spenntur. Tíminn byrjaði ágætlega, kennarinn talaði ensku sem var skiljanleg. Þegar tíminn var aftur á móti hálfnaður varð mér ljóst að ég væri kominn aðeins lengra í netlæsi en kennarinn og námsefnið. "You move the mouse over and type in the search for the product you want to buy". Síðan fylgi ýtarleg lýsing á hver munurinn væri að versla vöru á netinu og í búð.

 Á föstudögum er ég síðan í Chinese Economics og ég held að það sé uppáhaldsfagið mitt. Kennarinn talar skiljanlega ensku og námsefnið er mjög áhugavert. Þetta fag stangast á við kínverskutímana og því sleppi ég kínverskunni á föstudögum og er búinn á hádegi þannig að helgin nýtist vel. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband