Hádegisferð

Teppabúð

Ég og Margrét fórum í smá hádegis göngutúr um hverfið suður af miðbæ Shanghai fyrr í vikunni.Þarna eru engar vestrænar glansbúðir heldur einungis litlar (mjög litlar) kínverskar verslanir sem sérhæfa sig í ákveðinni vöru. Sumar búðir eru ekki mikið meira en pappakassar út á götu með ávöxtum í eða lifandi fiskum. Rakst á eina sem seldi lifandi fasana og snáka. Mjög gaman að skoða þessar búðir.Að lokum komum við að þessum fína almenningsgarði. Fallegur gróður, körfuboltavellir og önnur svæði til útvistar. Þarna var glæsilegt gyllt skildi sem á stóð: "Garden Rules", bæði á ensku og kínversku. Ein setning í þessum fínu reglum hljómaði svona.

"Honored guests are not expected to urinate or shit in the garden".Þá vitum við það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svona skiltum þyrftum við að koma fyrir á hálendi Íslands.

Gutti (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 15:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband