Höfundarréttargjald - hæstu gjöldin eru á Íslandi

Þórarinn B. ÞorlákssonÍslenska ríkisstjórnin leggur enn og aftur hæstu mögulegu skatta á þegna sína. Í þetta sinn eru álögurnar lagðar á kaupendur og seljendur listaverka í formi höfundarréttargjalds.

Lögin sem tóku gildi 1. júlí eru samevrópsk og eru til þess ætluð að vernda höfundarrétt listmálara kveða á um að allir sem kaupa listaverk skulu greiða höfundi gjald sem leggst ofan á kaupverðið. Þar sem lögmál markaðarins um framboð og eftirspurn ræður ríkjum lendir þetta gjald samt ekki bara á kaupandanum heldur líka á seljandanum og má því færa rök fyrir því að um hreina eignaupptöku sé að ræða.

Ríkisstjórnin hafði góðan tíma til þess að undirbúa þessi lög og fékk nokkurt svigrúm til þess að aðlaga þau að íslenskum aðstæðum. Gjaldið er reiknað í þrepum þannig að hæsta gjaldið í prósentum er greitt af verkum sem kosta minna en 3000 evrur og síðan fer það stiglækkandi eftir því sem verðið hækkar. Svigrúmið sem ríkisstjórnin (réttara sagt menntamálaráðuneytið) hafði fyrir þau verk sem kosta minna en 3000 evrur var frá 4% til 10% og að sjálfögðu kaus Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra að hafa þetta 10% á Íslandi. Alls staðar annars staðar er þetta gjald einungis 4 til 5 prósent, t.d. er það 5% í Danmörku og Svíþjóð, 4% í Frakklandi og Bretlandi og einungis 3% í Noregi.

Það sem gerir þetta sérstaklega slæmt á íslenskum myndlistarmarkaði er tvennt. Annars vegar eru flest verk sem seld eru á Íslandi ódýrari en 3000 evrur og falla því í hæsta flokkinn, 10%. Hins vegar eru standa margir seljendur listaverkanna frammi fyrir þeirri staðreynd að eiga ekki mikinn lífeyrissjóð og horfa því til þess að geta selt eitt og eitt verk til þess að drýgja tekjur sínar. Þessi hópur fólks fær minna fyrir verkin sín núna en það hefi ella gert.

Gjaldið á að miklum hluta að renna til höfunda eða erfinga þeirra. Í greinagerð sem lögð var fram við undirbúning laganna kemur fram að einungis 15% innheimts gjald renni til listamanna en 85% til erfingja þeirra og ástæðan sú að lítið kemur í endursölu eftir núlifandi listamenn. Því er með öllu óskiljanlegt að ríkisstjórnin þurfi að vernda þessa einstaklinga svo ríkulega sem hún gerir með þessum nýju lögum.

Nánar er hægt að lesa um útfærslu höfundarréttargjalds hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband