Fleiri stíflur hafa brostið í Kína en annars staðar

Það hefur verið stefna stjórnvalda hér í Kína að byggja sem flestar stíflur til að vinna gegn þeirri gríðarlegri mengun sem einkennt hefur landið um árabil. Stíflunar eiga ekki aðeins að útvega hreinna rafmagn heldur eru þær einnig notaðar til að verjast flóðum sem orðið hafa hundruð þúsundum að bana á síðast liðnum áratugum. Byggðar hafa verið fjölmargar stíflur á undaförnum árum og byggingarhraðinn verið gríðarlegur. Það er því ekki að undra að fleiri stíflur hafa brostið í Kína en annars staðar í heiminum. Um Það bil 0,6% af stíflum í heiminum hafa brostið en 3,7% stíflna í Kína hafa brostið.
Zipingpu stíflan sem um er rætt í frétt Mbl var tekin í notkun 2006 þrátt fyrir hörð mótmæli og viðvaranir um að hún væri byggð á jarðskjálftasvæði. Rétt fyrir neðan hana er ein elsta stífla í heimi byggð 250 árum fyrir Krist. En þessi stífla er ekki sú eina sem hefur skemmst í jarðskjálftanum á mánudag því talið er að um 300 minni stíflur hafi einnig orðið fyrir skemmdum. Nú er verið að tæma lónið fyrir ofan Zipingpu stífluna til að létta á henni og ef það er gert of hratt getur það bæði skemmt gömlu stífluna og fornminjar þar í kring en einnig áveitukerfi bænda á svæðinu.
Aðeins nokkur hundruð kílómetrum neðar er síðan stærsta stífla heims. Einnig byggð á jarðskjálftasvæði. Fyrirtækin sem reka þessar stíflur hafa gefið út að þrátt fyrir fyrri fréttir um skemmdir sé engin hætta á ferðum og mannvirkin hafi staðist jarðskjálftann.
mbl.is Sprungur í stíflu í Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband