16.11.2006 | 13:32
Kapitalistarnir ná Mao
Frægasti leiðtogi kínverska kommúnistaflokksins Mao fellur kapitalistum í skaut. Hið fræga verk popplistamannsins Andy Warhol af Mao var selt fyrir 1,2 milljarða króna til kaupsýslumannsins Joseph Lau. Josph Lau er númer 451 á lista Forbes yfir auðugust menn heims. Hann hefur að mestu auðgast á fasteignaviðskiptum í Asíu.
Verk Warhol var hið fyrsta portrettið sem listamaðurinn gerði af pólitískum leiðtogum en hann málaði það 1972 og var í eigu Daros listasafnsins í Sviss. Ekkert annað verk hefur verið endurprentað jafn oft og verkið af Mao.
Flest allir þekkja verk Andy Warhol og þó sérstaklega portrett myndir hans af Marilyn Monroe og Jackie Kennedy. Verk eftir Andy Warhol sem eru í eigu listaverkasafnarans og persónulegs vinar listamannsins voru sýnd í Galleríi Fold við Rauðarárstíg 2003 en um það bil 10.000 manns sáu þá sýningu.
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 13:34 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.