Ólafur Elíasson hannar listaverk fyrir Louis Vuitton

Ólafur ElíassonFranska tískuhúsið Louis Vuitton hefur fengið listamanninn Ólaf Elíasson til þess að hanna fyrir sig listaverk sem það mun sýna í gluggum verslanna sinna um jólahátíðina. Verlsanir Louis Vuitton eru rúmlega 350 talsins um allan heim og því má segja að fyrirtækið sé að taka nokkra áhættu með því að veðja á að verk Ólafs muni ekki draga úr sölu því þeir munu ekki geta stillt fram vörum í búðargluggum. Framkvæmdastjóri Louis Vuitton, Yves Carcelle, sagði við afhjúpun verksins að þetta væri líklega mesta áhætta sem fyrirtækið hafi tekið í samstarfi sínu við listamenn.

Listaverkið sem Ólafur hannaði er lampi í laginu eins og augasteinn og mun allur ágóði af sölu hans auk þóknunar listamannsins renna til góðgerðarsamtakanna 121Ethiopia sem Ólafur og kona hans Marianne Krogh Jensen stofnuðu. Fyrsta verkefni samtakanna er að byggja húsnæði fyrir munaðarlaus börn í Eþíópíu en þau hjónin hafa ættleitt tvö börn þaðan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband