Gullpenslarnir INDIGO

 

Listasafn Kópavogs, Gerðasafn opnar málverkasýningu Gullpensilsins, INDIGO, í Gerðasafni laugardaginn 13. janúar 2007 kl. 15.00.

Gullpenslarnir efna enn einu sinni til samsýningar og að þessu sinni í Listasafni Kópavogs, Gerðasafni.

Gullpenslarnir eru hópur listamanna sem sýnt hafa saman í nokkur ár. Þetta er fjölbreyttur hópur vel þekktra listamanna sem mynda góðan þverskurð af því sem er að gerast í málverkinu í dag.

Á sýningum Gullpenslanna hefur ekki verið ákveðið þema heldur hefur hver og einn listamaður komið með sýnar hugmyndir að borðinu.
Nú bregður þannig við að Gullpenslarnir komu sér saman um þema, INDIGO blár, og ætti það að skapa skemmtilegan heildarsvip á sýninguna.

Gullpenslarnir eru:

  • Helgi Þorgils Friðjónsson
  • Daði Guðbjörnsson
  • Eggert Pétursson
  • Ransú
  • Jóhann Torfason
  • Sigríður Ólafsdóttir
  • Kristín Gunnlaugsdóttir
  • Sigtryggur Bjarni Baldvinsson
  • Sigurður Árni Sigurðsson
  • Birgir Snæbjörn Birgisson

 

Menntamálaráðherra,
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
opnar sýninguna.

Sýningin stendur til sunnudagsins 11. febrúar 2007.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband