7.2.2007 | 22:43
Hér er Breiðavík
Það er hrikalegt að heyra af þeim atburðum sem átt hafa sér stað í Breiðavík og nauðsynlegt að leiða þau mál til lykta. Ágætt að líta á hvernig yfirvöld í Noregi hafa leyst sambærileg mál og ákvarðað bætur til fórnarlambanna.
Ekki ætla ég að tjá mig frekar um þau mál heldur benda á beygingu orðsins Breiðavík. Edda Andrésdóttir hóf fréttirnar í kvöld á því að tala um hvernig ætti að beygja orðið Breiðavík og fór að mínu mati ekki með rétt mál.
Breiðavík þessi tekur ekki beygingu þar sem hún er nefnd eftir landnámsmanninum Breiða. Þannig er nú það.
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkar: Dægurmál, Sjónvarp | Facebook
Athugasemdir
Það var bent á það í sjónarpnu í kvöld að Breiðavík beygðist eftir því hvernig beygt væri í heimabyggð Breiðarvíkur. Þær eru að mér skylst 3 á landinu og beygingarnar eru ekki eins. Semsagt það fer allatag eftir því hvernig heimamenn beyja. Eins er með marg annað í sambandi við heimabyggir t.d að heitir í Hólminum eða í Stykkishólmi ekki á Stykkisólmi og í 'Olfsfirði ekki á firðinum svo dæmi sé tekið.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 8.2.2007 kl. 00:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.