Shanghai - Beijing

Warhol_MaoNú erum við komin í túristagírinn. Eftir að hafa náð að koma upp rútínu (Vakna - skóli - sofa) í Shanghai erum við nú komin í vikufrí. Það er svokallað vorfrí (Spring Break) í hinum ameríska skóla strákanna þannig að ég óskaði eftir fríi í skólanum hjá mér. Ólíkt því sem við eigum að venjast þá er mætingarskylda í háskólana hér í Kína og því nauðsynlegt að frá skrifleg leyfi frá skóla.Við stefndum á að taka tvær borgir á einni viku.

Ætluðum fyrst til Beijing og síðan til Xi'an að skoða leirhermennina. Eftir að hafa tekið næturlestina frá Shanghai til Beijing reyndum við að fá miða frá Beijing til Xi'an en því miður var allt uppselt. Líklega vegna þess að það er að koma stór fríhelgi hjá Kínverjum. Svo kölluð QingMing hátíð.

QingMing þýðir hið hreina og bjarta og er hátíð þar sem Kínverjar minnast hinna látnu. Þeir fara með mat og drykki að leiði ættngja og biðja fyrir þeim og í lok dags er haldin matarveisla.

Við ákváðum því að framlengja dvöl okkar hér og ætlum að reyna að skoða sem mest af Beijing á viku. Erum nú þegar búin að fara í NAMOC (National Art Museum of China), forboðnu borgina, himneska hofið, grafhýsi Mao og sögusafn Beijing.Á morgun förum við síðan í langa ferð um Kínamúrinn. Leggjum af stað fyrir kl. 7 og ökum í 140 km út fyrir borgina. Göngum síðan í fjóra tíma og borðum síðan hádegismat. Við ætluðum að fara í þennan túr í dag en stúlkan í móttökunni hér á hótelinu bendi okkur á að það væri spáð rigningu og spurðu hvort við vildum ekki færa ferðina yfir á miðvikudag því þá væri spáð sól. Þetta fannst mér góð þjónusta því við vorum búin að panta hina ferðina og borga fyrir hana.

Ég mæli eindregið með þessu fína hóteli sem er vel staðsett í næstum 300 ára gömlu húsi, svo kölluðu "Courtyard". Þessi hús eru byggð í kring um garð og stundum bjó ein fjölskylda þarna en stundum nokkrar. Mao formaður ólst meðal annars upp í einu svona húsi. Þetta er eins kínverskt eins og það getur orðið. Kannski soldið líkt því og það yrði sett upp hótel í gömlum torfbæ eins og Þjóðveldisbænum í Þjórsárdal. (Hér er komin viðskiptahugmynd!!!)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ. Þið eruð búin að skoða svo margt og gaman er að lesa lýsingarnar ykkar. Okkur er farið að hlakka svo til að koma og spennan eykst í hvert sinn sem við lesum bloggið ykkar. Ég fór á bókasafnið og fékk nokkrar bækur um Kína og svo leita ég í þeim að því sem þið eruð að segja frá, sumt finn ég.

Er hlaupið 1 apríl í Kína. Kveðja mamma.

Elínbjörg (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 20:46

2 Smámynd: Jóhann Ágúst Hansen

Veit ekki hvort Kínverjar hlaupa 1. apríl en ég lét alla vega Hans hlaupa hann. Plataði hann með von um súkkulaði.

Jóhann Ágúst Hansen, 3.4.2008 kl. 02:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband