Sumariđ er komiđ!

Ţó enn séu tvćr vikur ţar til sumardagurinn fyrsti rennur upp kom sumariđ í dag. Í mínum huga er sumariđ komiđ ţegar ilmurinn af nýslegnu grasi fyllir vitin og ţađ létti göngulagiđ ađ heyra í slátturvélunum í fjarska. Starbucks kaffiđ bragđasti enn betur í hitanum sem fór nálćgt 25°C í hádeginu í dag og ekki ský á himni. Ţegar viđ fórum til Beijing í frí fyrir viku síđan var hitinn nćr 10°C.

En nú er skólinn hafinn á ný og mitt fyrsta verk í morgun var próf í kínverskri skrift og skilningi. Ţar sem ég var í leyfi frá skólanum alla síđustu viku kom prófiđ mér á óvart en ég held ađ ég hafi samt náđ. Býst viđ ađ fá á milli 6 og 7 sem er nú svipađ og ég fékk í dönsku á fyrstu önnum mínum í menntaskóla. 

Eitt helsta áhugamál mitt hérna, sérstaklega í hádegishléinu sem yfirleitt er um tveir tímar, er ađ ađ horfa á Mann-fólkiđ og fylgjast međ háttum kínverjanna. Ég hef gert ţađ ađ vana mínum ađ ganga um göturnar hérna í kring um skólann en ţćr eru međ mjög svo fjölbreytilegu mannlífi. Skólakampusinn er ekkert sérstaklega stór á kínverskan mćlikvađra. Um 5000 mann búa hérna. Allt í kring um kampusinn eru síđan verslunargötur fullar af hefđbundnum kínverskum veitingastöđum sem eru ekkert í líkingu viđ kínverska veitingastađi á Íslandi. Ţessir stađir eru eins fjölbreyttir og ţeir eru margir, allt frá ţví ađ vera fínir uppádekkađir stađir međ fleiri ţjónum en gestum (ódýrt vinnuafl) niđur í pönnuköku- og ávaxtasala á reiđhjólum. Stundum eru ţeir ekki einu sinni međ reiđhjól eđa borđ og leggja ţá bara vörurnar eđa matinn á teppi sem ţeir breiđa á gangstéttina. Hér er hćgt ađ borđa fyrir 100 kr. á dag ef verslađ er hjá ţessum götusölum. Hefbundinn morgunmatur kostar 18 kr. Hádegismatur getur fariđ niđur í 50 kr. ef ekki er pantađ meira en einn eđa tveir réttir og fyrir mismuninn er hćgt ađ kaupa sér kvöldmat. Ţetta verđlag er í samrćmi viđ laun verkamanna hérna sem eru á bilinu 10.000 til 15.000 kr. á mánuđi. Nískan kemur svo upp í manni ţegar kaffiđ sem ég fć mér eftir hádegismatinn kostar 5 sinnum meira en maturinn en er samt ódýrari en á Íslandi. Ég fékk mér t.d. einhvers konar steikt eggjabrauđ í morgunmat um daginn fyrir 18 kr. og síđan sérlagađ Starbucks kaffi á 240 kr. Smá ósamrćmi ţar.

Eitt sem ég hef tekiđ eftir í matarćđi kínverja og hefur komiđ mér á óvart er hversu lítiđ ţeir borđa af hrísgrjónum. Ţeir borđa reyndar meira en međal vesturlandabúi en alls ekki í öll mál eđa sem ađalfćđu eins og ég hélt áđur. Ţeir borđa líka mun meira prótein en ég hélt enda stćrstu svínakjötsframleiđendur í heimi.. Síđan nota ţeir ótrúlega mikiđ af eggjum og ţá sérstaklega i skyndibitamat hjá götusölunum. Ţegar ţeir fara út ađ borđa ţá panta ţeir oftast einn rétt hver en í stađ ţess ađ hver og einn réttur sé borinn á borđ fyrir framan hvern og einn er hann settur á mitt borđiđ. Ţar fá sér síđan allir af honum og útkoman er mjög fjölbreytt máltíđ. Í lokin bera ţeir hrísgrjónin á borđ í litlum skálum til ţess ađ fylla magann ef ţú ert enn svangur.

Annađ sem kom mér á óvart er hve maturinn hér í Shanghai er bragđdaufur. Hann er vissulega bragđgóđur en alls ekki sterkur. Ţegar um sterka rétti er ađ rćđa eru ţeir oft merktir međ mynd af chilipipar í matseđlinum, einn, tveir eđa ţrír eftir styrkleika. Í hvert sinn sem ég panta mér slíkan rétt er ég varađur viđ af ţjóninum en ţegar rétturinn kemur er hann alls ekkert sterkur, bara međ ađeins meira bragđi en margir ađrir réttir. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband