Umferðarslys og hjólaferð

DSC_0243

Nú er dvöl okkar hér í Shanghai hálfnuð og því ekki seinna vænna en að taka upp hætti innfæddra og ferðast um borgina á reiðhjóli. Eitt setti skugga á hjólaferð mína í dag. Ég var vitni af slysi. Ég kom að gatnamótum þar sem bíll hafði líklega keyrt á staur. Alla vega var hann beyglaður að framan og margt fólk í kring um hann sem baðaði út höndunum og var greinilega að útlista því sem gerst hafði. Bíllinn stóð hálfur út á götu og hálfur inn á reiðhjólastíginn sem ég var að hjóla eftir. Í sömu andrá og það kom grænt hjá mér reyndi annar ökumaður að troða sér á milli bílsins og fólksins sem þarna var og af einhverjum óskiljanlegum ástæðum jók hann ferðina í stað þess að nema staðar og keyrði á þrjú létt mótorhjól sem einnig voru að reyna að koma sér þarna fram hjá og endaði á ljósastaur. Einn maður hendist af bílnum upp á gangstétt og annar festist undir bílnum og mótorhjólinu. Fólkið allt um kring hljóp í allar áttir frá bílnum. Fólkið hóf þegar í stað að reyna að ná manninum undan bílnum og tókst það að lokum eftir að menn röðuð sér á bílinn og lyfti honum upp með handafli. Eftir nokkrar mínútur kom lögregla og sjúkralið á vettvang og ljóst að maðurinn sem lenti undir bílnum var með meðvitund og gat staðið í alla vega annan fótinn.

DSC_0246

 

En ferð mín í skólann gékk annars ágætlega fyrir utan að ég hjólaði aðeins of langt. Fann ekki götuna sem ég ætlað að fara og endaði á að taka hálf tíma aukakrók. Annars er ég um það bil 70 mínútur að hjóla þessa leið ef ég tek ekki aukakróka en það er ekki mikið meira en tíminn sem tekur að fara með lestinni. Ég er 45 til 60 mínútur ef ég tek lestina. Hefði betur haft götukortið með mér en það kom sér mjög vel að hafa áttavita í bjöllunni á hjólinu. Hefði aldrei rambað í rétta átt ef ég hefði hann ekki.

Borgin lítur allt öðru vísi út þegar hjólað er um hana. Hús og mannlíf líður ekki hjá eins og gerist þegar lest eða leigubíll er tekinn og ýmsir áhugaverðir einstaklingar verða á vegi manns. Tala nú ekki um öll hin fjölbreyttu farartæki. Shanghaibúar nota reiðhjól undir allt. Ekki aðeins til þess að flytja sjálfan sig frá A til B heldur einnig til að flytja allar vörur sem flytja þarf. Stundum eru staflanir sem hlaðið er á hjólin miklu stærri en hjólin sjálf. Leiðin heim gékk betur þó svo að ég hafi átt í smá erfiðleikum með að koma mér réttu megin við lestarteina við Shanghai Railway Station. Það hófst að lokum og ég brunaði heim á leið og fékk fína æfingu út úr þessu. Búinn að hjóla í næstum 3 tíma í dag. Sem betur fer eru ekki brekkur hér í borg.

 Svona í lokin.

Ég rakst á þetta skemmtilega skilti.

Þá vitið þið það.

DSC_0088 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband