Þjófar á ferð

Nú þegar jólaverslunin er að ná hámarki er nauðsynlegt fyrir verslunarfólk að vera á varðbergi gegn búðarhnupli.

Þjófar eru afar úrræðagóðir og stunda þessa iðju sína oft í hópum. Ég varð fyrir barðinu á einum slíkum í dag þegar frá mér var stolið dýrum listmun þrátt fyrir að margt fólk væri innan um þjófinn. Fyrirkomulagið er oft þannig að einn dregur afgreiðslufólkið til sín á meðan annar lætur greipar sópa. Aðrar aðferðir eru einnig notaðar og skal sérstaklega gæta að fólki sem ber með sér stórar hliðartöskur sem auðvelt er að smeigja hlutum í. Einnig hef ég orðið vitni að því að þjófur kom inn í búð í víðum frakka sérútbúnum að innan til þess að geyma góssið. Það virðist ekki skipta neinu máli þó svæði séu vöktuð með myndavélum og þjófarnir virðast láta til skarar skríða þegar flest fólk er inn í búðunum. Líklega til þess að starfsfólkið sé of upptekið til að fylgjast vel með.
Flestar búðir reyna að stemma stigu við þessar leiðu vá og er vinnureglan í Kringlunni t.d. sú að allir þjófnaðir eru kærðir og sérstaklega fylgst með fólki sem orðið hefur uppvíst að hnupli.
Það eru ekki litlar upphæðir sem hverfa á þennan hátt og skilar það sér ávallt út í vöruverðið þannig að hinn almenni viðskiptavinur lendir í því að borga brúsann.

Nú hvet ég alla til að taka höndum saman og vera á varðbergi gagnvart þessu og benda afgreiðslufólki á verði þeir vitni að einhverju misjöfnu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Þjófar og bófar eru útum allt. Kannski halda þessir aular að fólk bara skelli skuldinni á jólasveinana, En við vitum nú betur. Kíktu í gestabókina. Kv. Helga.

Helga R. Einarsdóttir, 22.12.2006 kl. 10:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband