Geymslusafn Íslands - Listasafn Íslands

LÍÍ Fréttablaðinu í dag er greint frá því að ómetanleg listaverk þjóðarinnar séu geymd í vondum geymslum eða í besta falli ófullnægjandi. Listaverk eru geymd í kompum og skotum víðs vegar um safnið og á fjórum mismunandi stöðum. Það er með öllu ólíðandi að þjóðargersemar séu geymd við þessi skilyrði því eins og nýleg dæmi hafa sannað er aldrei að vita hvenær pípur gefa sig eins og haft er eftir safnstjóranum Dr. Ólafi Kvaran.

En húsnæðisvandræði safnsins eru ekki aðeins bundin við geymslu listaverka. Sýningarsvæði safnsins er einnig af skornum skammti. Þessi skortur á sýningarsölum leiðir til þess að safnið getur ekki haft safnaeign sína til sýnis og sett upp sérsýningar á sama tíma. Þar af leiðir eru listaverk allra helstu frumherjar íslenskrar myndlistarsögu sett í geymslu.

Helsta listasafn þjóðarinnar á að hafa stöðugt til sýnis verk eftir okkar helstu listmálara og frumherja. Við eigum að halda á lofti menningararfi okkar og sýna hann gestum og gangandi. Stefna safnins síðust ár virðist samt leggja meiri áherslu á að setja upp sérsýningar, erlendar sem innlendar, á þeim tíma sem flestir ferðamenn eru hér á landi. Þannig hefur það gerst oftar en einu sinni að ferðamaður sem langar til að kynnast íslenskri listasögu hefur enga möguleika á því enda öll verk í geymslu. Geymslum sem eru ekki einu sinni öruggar.

Ég hvet ráðamenn þessarar þjóðar til að breyta stefnu safnsins. Það geta þeir gert með því að ráðstafa meiri fjármunum til safnsins. Þeir geta einnig haft áhrif á stefnu safnsins með því að ráða til þess safnstjóra sem kæmi úr viðskiptalífinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband