ET tók það - alveg satt

ET brings it homeMálverkinu "Russian Schoolroom" eftir Norman Rockwell var stolið 1973 í St. Louis í Bandaríkjunum. Verkið er fígúratívt málverk af drengjum í rússneskri skólastofu og er nokkuð áhrifamikið og sérstakt fyrir listamanninn.

Verkinu var stolið úr Circle Art galleríinu að nóttu til og brutu þjófarnir glugga til að komast að því, þeir tóku ekkert annað. Verkið kom síðan aftur fram 1988 þar sem það átti að fara á uppboð. Það var síðan árið 1989 sem verkið var selt í New York til Steven Spielberg (ekki 1999 eins og mbl.is segir frá) og salan var á þeim tíma tilkynnt til FBI Art Crime Team. Meðal þeirra sem tilkynntu að verkið væri til sölu var Mary Ellen Shortland sem var galleríisti í Circle Art galleríinu.

Af einhverjum ástæðum fann FBI aldrei upphaflegu lögregluskýrslunar og engin gögn um að verkinu hefði nokkurn tíman verið stolið. Það var síðan árið 2004 sem FBI endurvakti rannsóknina á þjófnaðinum og komst að því að Spielberg hafi að öllum líkindum keypt verkið fyrir 200.000 dollara. Óvíst er hvort leikstjórinn hafi á þeim tíma haft vitneskjum um að verkið væri þýfi og mun geyma það hjá sér þar til samið hefur verið um málslok.

Ætli afsökun Spielbergs verði ekki að ET hafi tekið verkið í gáleysi.


mbl.is Stolið málverk finnst hjá Steven Spielberg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband