Kaffimenning og menningarútrás

IMG_1555-3Kínverjar drekka ekki kaffi nema að litlu leiti og því getur verið erfitt fyrir kaffifíkil eins og mig að komast í gegn um daginn. Það er ekkert mál að finna Neskaffi en eins og við alvöru kaffidrykkju fólk þekkjum er það ekki “The real thing”. Því þóttist ég hafa himinn höndum tekið þegar ég rakst á kaffihús í Nanjing Road í Shanghai. Fjölskyldan þreytt eftir sólarhringsferðalag frá Íslandi daginn áður kom sér vel fyrir í þykkum sófum kaffihússins og lét rjúkjandi kaffiilminn fylla vitin. Smá vestræn áhrif hér í austurheimi og svona til að fullkomna áhrifin hljómaði Emilíana Torrini í útvarpinu. Um leið rifjaðist upp að á leiðinni niður í bæ keyrðum við fram hjá risa auglýsingaskilti þar sem tónleikar með Björk voru auglýstir en hún mun spilja hér í Shanghai þann 4. mars n.k. Þetta er sannkölluð menningarútrás hugsuðum við með okkur, tvær af okkar bestu listakonum búnar að koma sér á framfæri í alþýðulýðveldinu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband