Shanghai Art Museum

shanghai.starbucks-art.museum-people.parkVið skelltum okkur í smá túristaleik um daginn og fórum niður í bæ að skoða helstu túristastaðina. Tókum lest 2 í austur og fórum úr á Torgi fólksins (Ren Min Guang Chang). Þar er skemtilegur almenningsgarður og auðvitað Starbucks kaffihús sem við ákváðum að fara inn á til að borða morgunmat. Þú færð varla dýrari morgunmat í Kína en á Starbucks. Allt sem er vestrænt er dýrt í Shanghai, alla vega á kínverskan mælikvarða.Eftir göngu í garðinum fórum við á listasafni, Shanghai Art Museum sem er við torgið. Húsið er í gamalli byggingu frá um 1930 og hýsti áður veðhlaupaklúbb þar sem hægt var að horfa yfir veðhlaupabraut sem var þar sem torgið er nú. Þetta er nokkuð stórt hús með tólf sýningarsölum en nú voru einungis tvær hæðir opnar. Til sýnis voru verk kínverskra samtímalistamanna unnin aðallega í olíu en einnig í hefbundnum kínverskum stíl með bleki og vatnslitum. Þarna voru verk frá um það bil 1960 til dagsins í dag sem mörg hver vöktu hrifningu hjá mér. Það er samt ótrúlegt hvað heimtaugin er sterk því alltaf kom upp í hugann; "já, þessi lítur út eins og Kjartan Guðjónsson eða þetta gæti verið eftir Kristján Davíðsson". En síðan voru aðrir sem skáru sig vel úr og þeir sem mér þóttu áhugaverðastir núna voru að mála fígúrtív raunsæismálverk.Shanghai tvíæringurinn er haldinn í þessu safni og mun næst fara fram í september komandi. Til að byrja með voru einungis kínverskir listamenn sýndir á tvíæringnum en í dag eru þeir um það bil helmingur og hinn helmingurinn vestrænir listamenn. Það hefur verið markmið Menningarnefndar Shanghai borgar að nota viðburði eins og þennan til þess að koma borginni í hringiðu listheimsins og því hefur áherslan færst yfir á vestræna listamenn í bland.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ ætlaði bara að láta vita af mér og hvetja ykkur áfram í skrifunum.

Friðrik Tryggvason (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 11:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband