Beittur húmor Hugleiks

Hugleikur Dagsson, fæddur 1977, er þekktur fyrir teikningar sínar sem eru í senn gróteskar og hugljúfar. Hugleikur hefur snert flest svið þjóðlífsins á beittan hátt og stundum svo að varla er börnum bjóðandi. Teikningarnar hafa birst á síðustu misserum í bókum gefnum út af JPV og heitir sú nýjasta Fylgið okkur. Hugleikur hefur einnig skrifað leikritið Forðist okkur sem sýnt var í Borgarleikhúsinu í samvinnu við leikhópinn Common nonsens og leiklistardeildar LHÍ. Hann fékk Grímuverðlaunin fyrir þessa leikgerð og var einnig tilnefndur til Menningarverðlauna DV 2006.
Þeir sem ekki fá nóg af teikningunum geta nú skellt sér í Gallerí Smekkleysu við Klapparstíg því þar er nú til sýnis verk Hugleiks og kostar hver mynd, sem er um það bil jafn stór og A5 blað, tíu þúsund krónur. Þeir sem harðastir eru (kannski einnig djarfastir) geta síðan smellt sér niður í Nexus við Hverfisgötu og fest kaup á stuttermabol með áprentaðri teiknimyndasögu. Það var Einar Árnason sem gefur út bolina og kostar þeir tvö þúsund krónur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Akkúrat núna er það ómögulegt... Ég bý í Svíþjóð. Ég var að vona að þú værir með einhverra  mynd  á blogginu þínu 

Gunnar Helgi Eysteinsson, 21.12.2006 kl. 21:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband